Sumarið er tíminn
Er byrjuð að vinna í nýju vinnunni minni. Og þvílíkt næs! Er uppi á Sambýli eins og er þar sem íbúðirnar eru ekki tilbúnar sem fólkið er að fara að flytja í. Er á fullu í ræktinni, fer alla virka daga og svo út með hundana um helgar…já og líka virka daga Svo er það bara herbal og læti. Gengur þrusuvel og finnst alveg svakalega gaman að vera farin að hreyfa mig aftur. Ákvað að nota tímann í sumar til að koma mér vel í gang. Það er svo miklu auðveldara þegar maður er ekki á kaf í vinnu eða námi. Þetta kemur líka í veg fyrir að dagurinn fer bara í bull eins og svo oft vill verða þegar maður hefur svona mikinn tíma útaf fyrir sig.
Er annars bara ferlega sátt við lífið, er bara að bíða eftir Landsmóti. Ekkert svo sem á dagskrá annað en það í sumar…jú ætla að fara í Langavatnsdal með stelpunum. Okkar árlegu ferð;) Þarf að komast norður í eina ferð….og svo auðvitað vettvangsnámið. Þannig að það er nóg að gera í sumar…
annars bara adios
aus
Einkunir!!!
Seinasta einkun komin í hús. Það er þá þannig…. Kynning á fötluðum 9.0, Útivist 9.0 og Tómstundir og félagsmál IV 8.5!
Eina prófið sem ég fór í var í Tómstundunum annars var það verkefnavinna og þannig sem gilti. En í þessu prófi fékk ég 9.0. Þannig að ég get verið meira en sátt við mig og mína vinnu í vetur… Er því komin með 81 einingu af 90 og meðaleinkun mín núna er 8.06. Ætti maður að ekki að fá inngöngu í Árhúsa háskóla með það í farteskinu. Djöfull skal ég sko brillera í því sem ég á eftir!!!! hehe
Annars er allt gott að frétta. Skólaslit hjá Hlynsa og vitnisburður hans var til fyrirmyndar. Hann hefur stórbætt sig frá því í haust þegar minn maður átti soldið erfitt með sig í skólanum. Svona fyrirferðamikill og hávær…hvaðan ætli hann hafi það…hmmm…..
Allavega ég er hæst ánægð með hann og hvað hann er mikill snillingur. Hann fær bara góðar umsagnir t.d. eins og ,,kraftmikill strákur með mikinn áhuga, hugmyndaríkur og skapandi. Á auðvelt með að tjá sig og taka þátt í verkefnum'’ . Svo það neikvæða er að ,,hann er soldið sérhlífinn og á erfitt með að taka þátt í sameiginlegri tiltekt (ég trúi því bara ekki :O ……..) og svo stóð ,,vill stundum fá þjónustu og krefst stundum mikillar athygli af öðrum'’ Jahérna….hvaða barn skildi þetta vera haha. Annars er þetta mjög líkt honum og ekkert til að hafa áhyggjur af.
Garðurinn er kominn í gott stand, búin að reyta í kringum Strandavíðirinn og á bara eftir að setja meiri mold og áburð…já og setja ca 5 nýjar plöntur í stað þeirra sem hafa drepist. ,,Pallurinn'’ risinn og komið er borð og tveir stólar ásamt blómi og tveimur hangandi blóma,,pottum'’. Mjög svo lekkert. Nú vantar mig bara minna rok og meiri sól þá er þetta perfect. Já og gestina!!!
en later
aus
Nokkrar myndir
Stal nokkrum myndum ad síðunni hjá Ara og Axel úr fermingunni hennar Alexöndru. Þar sem vélin mín er hálfdáin og á ég því engar….
Alla vega sorry Hildur og Sigfús…..lofa að stela ekki fleirum
finnst þessi soldið sæt….við svona í djúpum samræðum
later
aus
Vettvangsnám
Í sumar ætla ég að taka vettvangsnám því það er tilvalið að gera það meðan ég er í fríi. Námið er 2 vikur á stað sem ég hef ekki unnið á áður og þá kom aðsjálfsögðu upp í hugann fyrst Götusmiðjan. Er búin að senda bréf á Vöndu brautarfrú um samþykki á þann stað ef Mummu í Götusmiðjunni vill taka við mér í tvær vikur. Þá er þarna helgin frí eða inn í þessum tímum sem eiga að vera 2×40klst ef ég man rétt.
Mig langar líka soldið mikið til að fara á Kvíabryggju….en þar sem ég stefni á unglingastarf þá held ég að fyrsti kostur sé Götusmiðjan. Gífulega spennandi.
Svo eru gleðifréttir. Ég fæ stöðuna sem ég sóttu um hjá Svæðisskrifstofu Fatlaðra í Borgarnesi sem Deildarstjóri Gleði gleði….er að fara að setjast niður með forstöðukonunni og skoða þetta betur í næstu viku. Ætla að vera með eitthvað á blaði um hugmyndir að starfi í vetur og vera búin að kynna mér annarsstaðar hvað fer venjulega fram í þessum geira. Þetta er auðvitað töluvert nýtt fyrir mér…þessi grein. En ég held bara að ég græði svo mikið á þessu…ekki bara að díla við fatlaða einstaklinga heldur líka að skipuleggja starf og taka þátt í uppbyggingu þegar lítur að tómstundum hjá þessum einstaklignum…já mín bara orðin fræðileg…
Já…svo er ég alveg að verða kreisí að bíða eftir Landsmóti…..held varla vatni yfir þessu ….
og hvað ætlaði ég að skrifa meira…..hmmm…..jah….já alveg rétt…farið nú að lufsast til að kvitta hérna….elskurnar mínar.
later
aus
Niðurtalning
já maður er farin að telja niður fyrir Landsmót á Hellu…núna er mánuðir í að vélar séu ræstar og skundað er af stað með tjald, svefnpoka og öl…og ekki endilega í þessari röð :þ
Er búin með garðinn nema að slá. Helv.druslu sláttuvél hefur gefið upp öndina í vetur….hver getur svo sem ljáð henni það…búin að vera úti í snjó og massa frosti. Þannig að ég tók bara upp á því að færa prinsinn á heimilinu yfir í stærra herbergið og troða mínu rúmi…þá meina ég TROÐA inn í litla herbergið. Það eina sem kemst þar inn er rúmið og náttborðið. Það smell passar þarna inn En ég get ekki opnað hurðina nema til hálfs svo það eru þvermáls takmarkanir þar inn gott fólk. Eins gott að yours truly stækki ekki…laglegt að komast ekki inn í sitt eigið svefnherbergi. En málið að koma þessu rúmi inn var álíka erfitt og einn boot camp tími….i kid u not.
En guttinn verður ánægður og þar sem hann notar sitt herbergi miklu meira en ég mitt…þá er þetta mjög fínt fyrirkomulag. Auk þess er virkilega notalegt að vera inni í svona litlu herbergi. Ég sef allavega mjög vel.
Veit ekki ennþá hvort ég fer að vinna eitthvað í sumar…..kemur í ljós vonandi bráðum. Annars er ég alveg í massa stuði við að hanga svona heima….getur verið soldið leiðinlegt til lengdar…Óska eftir spennu í líf mitt sem fyrst takk:)
later
aus
Meiri garðvinna
Nú er ég búin að kaupa girðingu og grasdúk. Kafaði ofan í ruslagám hérna á Eyrinni og fann þar fínar spónaplötur til að setja á brettin. Svo dúkurinn fari ekki að síga í gegnum raufarnar á brettunum. Þarf að versla smá bút í viðbót og þá er það komið. Svo skelli ég dúknum á og negli hann fastan við. Massa stuð bara.
Þannig á morgun verður farið í það að setja viðbótina niður. Skella dúknum á ef þetta er orðin sæmilega þurrt. Skella svo staurum niður í kring og jafnvel ef það er tími að skella niður nýju girðingarstaurunum. Málið er að ég verð eiginlega að klára girðinguna í einu spretti svo ég þurfi ekki að setja allt fjórfætta stóðið í band. Er komin með Esju og Heklu labbatíkurnar hennar Lydíu og þó þær fari kannski ekki….sérstaklega Helka þá nenni ég ekki að vera að hafa áhyggjur af þvi meðan ég er að girða. Svo er spurning hvort ég þurfi aukapar af höndum til að hjálpa mér svo girðingin verði nógu strekt. Gæti kannski gert eins og ég get og fengið svo aukahjálp um helgina næstu til að strekkja almennilega.
Ég keypti 25 metra girðingu sem er ein rúlla…því hún kostar morðfjár…týmdi ekki að kaupa meira. En ég þarf líklegast að kaupa nokkra metra í viðbót sem er ekkert mál þar sem ég get fengið þetta í metratali í Byko.
Svo er það bara plastgarðhúsgögn…kannski tveir/þrír stólar og lítið borð…smá blóm og voila þetta er orðið snilld.
Á morgun er það svo ræktin….jamm…..verð að gera eitthvað fyrir Landsmót. Birgitta ætlar að vera ,,ræktunarfélaginn'’ minn en hún kemur í það eftir 2 vikur. Verð að vera byrjuð aðeins áður en hún kemur blessunin.
later
aus
Garðvinna
Það er svo dásamlegt að eiga garð…ég er alsæl núna í garðvinnunni minni. Ég er að fara að fjárfesta í nýrri stærri girðingu sem nær 1.50cm upp í loftið. Hún verður dökkgræn og mjög þétt. Sem þýðir að Brúnó getur hlaupið um garðinn án þess að ég þurfi að hafa áhyggjur af því að hann fari eitthvað. Ég fór og keypti nýja staura í dag. Þeir eru breiðari en þessir sem ég er með núna og er 1.80 cm á hæð. Þarf líklegast að kaupa um 5 í viðbót. Geri það þegar girðingin er komin sem verður bara núna um helgina.
Svo náði ég mér í nokkur vörubretti og þarf af eitt sem er tvöfalt í lengd. Er búin að koma tveimur venjulegum fyrir og þessu stóra hérna bakdyramegin og er svo að fara að versla mér dúk sem er eins og gervigras sem ég set yfir brettin. Gömlu staurana nota ég svo til að búa til stoðir í kringum þennan ,,pall'’ minn og svo er bara að versla spýtur til að búa til skjól. Það er allavega planið
Þetta verður geggjað kósý því hérna á bak við verður alltaf þvílíkt heitt á sumrin í góðum veðrum.
Annars er allt fínt að frétta. Ég er hætt á Hraunborg og verð eitthvað í fríi. Ég fór í starfsviðtal um daginn útaf deildarstjórastöðu sem ég sótti um hjá Svæðiskrifsofu fatlaðra. Get hugsanlega fengið hana…kemur í ljós eftir viku eða svo. Málið er að launin eru fín en þetta er að einhverju leyti vaktarvinna og ég þarf bara að skoða það ef að þessu verður. Veit þá ekki hvenær ég myndi byrja. Ég er á launum út júní frá Hraunborg og svo er orlofsmánuðurinn minn í júlí svo ég er save peningalega séð út þann tíma. Ef ég fer að vinna við þetta í sumar þá er smá púsl með Hlyn og svona. Annars skýritst þetta allt saman með tímanum. Sótti líka um vinnu í menntaskólanum í Borgarnesi. Get alveg hugsað mér að vinna þar. Veit samt ekki hvað ég fengi..það var verið að auglýsa eftir stuðningsaðila og eitthvað fleira.
Brúnó var í geldingu um daginn. Lét loksins verða að því og mikið er ég fegin að þetta er búið. Er svo að fá tvær eiturhressar labbatíkur í pössun í viku á föstudaginn. Það er Esja og Hekla sem er bara dásamlegar. Verst að myndavélin mín fékk overdose af kóki um daginn og neitar að virka blessunin.
Alexandra sys var að fermast um helgina og fékk fínar gjafir að mér skilst. Við systkinin gáfum henni myndavél og hún var bleik….já það er eitthvað bleikt æði í gangi hjá henni. Massa flott bara. Er svo að verða búin í skólanum. Er búin með öll verkefni og próf. Er bara að skila inn nokkrum umræðum og þá er þetta komið. Klára það bara á morgun. Gerði slatta í dag og kom heilmiklu í verk. Ánægð með það.
Svo er planið í sumar að koma sér í form!! Gifting og svona í familíunni og eins gott að líta almennilega út! Svo er Landsmót í byrjun Júlí og planið er að mæta á fimmtudegi til að fá almennilegt start á þetta. Bogga mín hvar ertu núna!!:D
Annars bara fínt og kem með myndir af garðvinnunni næst
aus
Hvanndalsbræður
OMG hvað það var skemmtilegt á föstudaginn!!! Það sannaðist eina ferðina enn að þegar maður fer á djamm með þessum gaurum þá verður það alltaf skemmtilegt. Þetta voru líklegast 5-6. tónleikar mínir með þeim
Ég fékk nokkrar myndir lánaðar hjá Birgittu því hún er búin að skella þeim á netið.
Rokkarar!!!!
Jói og Stjáni að tjá sig
Birgitta og ,,Birgittu'’Hildur
Ég man ekki eftir þessari myndatöku………jeminn…
fullt af fólki…
*hóst hóst*
later
aus
Gas
Partý heima hjá mér fyrir Hvanndalsdjamm…..gas þema í gangi!
aus
LOKSINS!!!!!
Þeir mæta 2.maí á Kollubar á Hvanneyri klukkan 22.
Ein besta hljómsveit landsins og ein besta skemmtun landsins!!!!
aus……missir sko ekki af þessu! Skál!