Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

Má ég kynna fyrir ykkar…

5. september 2008 kl. 8.49 · Óflokkað

…..nýjasta fjölskyldumeðliminn okkar :) Hún heitir Slaufa og er 1 árs. Hún er á stærð við stóran kött og er bara dásamleg. Hin kvikindin taka henni rosalega vel og hún er strax búin að taka einhvers konar öryggis ástfóstri við mig. Hef aldrei séð eins tryllt viðbrögð þegar ég kem heim. Hún bókstaflega reynir að klifra upp um mig.:D

Hún er rökuð eins og er en getur orðið vel loðin ef hárin eru látin vaxa.

ekki sæt !?! ;)

Hérna sjáið þið stærðarmuninn. Dimma er nú ekki beint stór þannig séð. Svo étur þetta á við mús. Ótrúlega skemmtilegt kvikindi!:)

En annars er allt við það sama bara. Er byrjuð á lokaárinu mínu í skólanum. Fórum í tíma um daginn þar sem rætt var um lokaverkefnið. Maður er að fara að byrja að velja sér efni og finna leiðbeinanda sem fer yfir ritgerðina. Ég er nokkurn veginn viss um hvað ég skrifa um og því komin með leiðbeinanda í huganum. Þarf bara að hafa samband við hann. Hann hefur kennt mér áður og er nokkuð fínn gaur.

Var alveg að fara að gefast upp á þessari heilsurækt minni um daginn. Ekki vegna þess að ég nennti ekki….heldur vegna þess að það var EKKERT að gerast á vigtinni, í cm eða í útliti….svo fór ég að hugsa…hey ég drekk ALLTOF mikið kók og ég borða ekki nógu oft. SLeppi því oft að borða því ég nenni því ekki. Svo núna er bara tekið fastar á því og aðeins kók á laugardögum eins og nammið. Held því áfram að hamast í ræktinni. 3 mánuðir kominir og ég tími ekki að hætta núna!!!

lAtEr

aus

Afmæli!!

28. ágúst 2008 kl. 9.14 · Óflokkað

Í dag á Axel 2 ára afmæli og dagurinn því tileinkaður honum :D

Til hamingju með daginn Axel minn!

aus og allir hinir á Hvanneyri

Dagurinn í dag…

18. ágúst 2008 kl. 13.22 · Óflokkað

…er tileinkaður honum Ara frænda mínum sem er 8 ára í dag!!!

                  

Til hamingju með daginn Ari minn!!

p.s….ignore the ass behind ;)

aus

Er…

16. ágúst 2008 kl. 19.24 · Óflokkað

…lifandi…

aus

Hlynur Björn í Kastljósi

2. ágúst 2008 kl. 23.19 · Óflokkað

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365731/3

tékk it át ;)

aus

5 kg

12. júlí 2008 kl. 22.46 · Óflokkað

….eru farin!!! Er að komast í næsta tug fyrir neðan!! :D Er svo stolt af sjálfri mér…kostar allt blóð, svita og tár

aus

Vertu…..

8. júlí 2008 kl. 22.30 · Óflokkað

 

niðri helvítið þitt!!!!

aus

pæling

7. júlí 2008 kl. 21.13 · Óflokkað

If tears could build a stairway, and memories a lane,
I’d walk right up to heaven and bring you home again.

                                          höf.ókunn.

aus

Fölskutannburstunarsérfræðingurinn

2. júlí 2008 kl. 14.17 · Óflokkað

já…við skulum ekkert tala meira um það tilfelli…þið lesið bara í þetta sjálf..og nei ég er ekki komin með falskar, ekki enn allavega.

Er loksins búin að versla mér nýjan hliðarspegil og nýjar rúðuþurrkuarm á bílinn. Þá er bara eftir að panta nýja framrúðu og gera einhverjar gloríur með bremsurnar að framan. Það er farið að fara ansi mikið stál í stál heyrist mér. Verður líklegast ekki fyrr en eftir helgi sem hægt verður að fara í það dæmi. Allt kostar þetta massa peninga. :S

Ætla að fara á Landsmótið á föstudaginn, það er spá glimrandi blíðu alla helgina og ég get bara ekki beðið að liggja í brekkunni og horfa á fallega hesta. Dorma svo með þulinn í eyrunum. Bara himneskt. Verð að taka með mér teppi til að liggja á og undir svo maður geti tjillað.

Ræktin gengur eins og smurt apparat. Hef misst tvo virka daga úr í þennan tæpa mánuð sem ég hef verið í þessu. Það er nokkuð gott bara. Fór í gær í 30 mín massa brennslu og hélt bókstaflega að það hafi ekki verið þurr blettur á mér eftir það. Það meira að segja lak af handleggjunum á mér eftir þetta. En helv.var það gott að taka smá á! Gellan á sko eftir að vera fín eftir nokkra mánuði;) allt reddí fyrir brúðkaup stóra bróður;)

en núna er það ræktin sem er næst á dagskrá og svo kvöldvakt á sambýlinu.

later

aus

Ljúft er lífið

27. júní 2008 kl. 15.42 · Óflokkað

Hef það ferlega næs í ,,sumarfríinu'’ mínu, fer á hverjum degi í ræktina…nema kannski um helgar þá er meira svona lífið tekið með ró. Mesta lagi hundalabb. Er búin að missa 3 kg og 18 cm! Svo er maður bara í sólbaði og er orðin nokkuð útitekin.

Var að fá svar með vettvangsnámið mitt og ég fæ að koma í Götusmiðjuna í júlí. Ætli ég fari ekki í heimsókn svona áður til að skoða mig um og svoleiðis. Vona að ég geti fengið einhverja kompu til að gista í …..get ekki verið að keyra þetta á milli…Verð þá bara að redda mér gistingu einhvers staðar!

Hlynur er búinn að eignast lítinn bróður sem kom í heiminn 24 júni og var hann um heilu kg þyngri en Hlynur var þegar hann fæddist. Rosa bolti. Hann er svo að fara til pabba síns á sunnudaginn því ég er að fara að vinna alveg fram að landsmóti. Fer á fimmtudaginn er guð lofar. Þetta verður bara gaman!

allavega…..hilsen

aus