Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

21. janúar 2009 kl. 22.00

halló halló….

Fært undir Óflokkað

Sælar…..

Brjálað að gera í Grófarselinu eins og endranær!! Við erum nánast búin að koma okkur fyrir, enda svo flennistórt hús. En okkur vantar borðstofuborð og stóla…ef einhver vill redda ;)

Hlyni gengur vel í skólanum…smá hiksti til að byrja með en núna er hann kominn á sæmilegt ról og það eru farnir að mæta hingað 2-3 strákar eftir skóla…svo hann er allur að koma til. Hundarnir eru loksins komnir með girðingu í kringum sig og þurfa ekki að fara út í helv.bandi sem var alla lifandi að drepa…Gautur smíðaði svo massa hlið til að hafa við innganginn og þá er bara eftir að taka smá slurk í garðinum sjálfum…svona vorhreingerningu með hækkandi sólu.

Vinnan mín gengur bara vel….er búin að vera á óverlód að læra bókhald og uppgjör. Er farin að komast í gegnum dagana án þess að fá aðstoð :) Mér líður bara ótrúlega vel að vera komin hingað suður. Hélt að ég gæti aldrei búið hérna í bænum en það sem gerir þetta svo fínt er að þetta hverfi hérna er mjög gróið og fínt, svo maður verður ekkert svo mikið var við það að maður sé í Reykjavík…eins kjánalega og það hljómar.

Það er alltaf gott veður hérna í dalnum og maður heyrir ekki neitt í umferð eða neitt. Án gríns þá held ég að ég hafi aldrei verið hérna síðan ég flutti í massa roki og slyddu eins og á Hvanneyri.

Hvanneyri…öss…var orðin ansi þreytt á þeim stað….fann það bara sérstaklega vel eftir að ég flutti. Ég er ekki ennþá laus unda helv.íbúðinni og það var verulega sárt að borga fyrir janúar 67 þús og enginn í íbúðinni. Ég er í stöðugum samskiptum við stelpuna sem sér um þetta og hún er alltaf að koma með einhverja aðila sem mögulega vilja skoða íbúðina eða eru komnir á biðlista …samt gerist ekkert… Ég verð að fara að losna undan þessu..þar sem ég get ekki borgað annan svona loft mánuð! Þá fæ ég bara kröfu á mig eða eitthvað..ég get ekki staðið í þessu..sérstalega eftir að ég hélt að þetta yrði ekkert mál..þar sem fólk væri á biðlista.

Arnar og Árný komu hérna síðustu helgi og gistu 2 nætur. Rosalega gaman að fá þau í heimsókn og við fengum okkur smá bjór. Ég var án grín vel ölvuð af 3 bjórum enda orðin ansi þreytt og útjöskuð eftir þennan tíma.

Ég án gríns hef sjaldan verið eins úttauguð og í miklu andlegu rússi og um þessa flutninga. Maður er búin að reyna að halda öllu saman og halda andliti en sjitt hvað það er erfitt. Ekki lagaðist það svo þegar litla barnið mitt var að upplifa erfiðleika í skólanum. Ég stóð sjálfa mig að því að segja ,,hvað er ég búin að gera barninu?'’

já þetta var virkilega erfitt…og ég var orðin svo þreytt að ég meikaði ekki stundum að halda uppi samræðum við fólk.

Ég held að ég sé ennþá með leifar af þessari þreytu…allavega finnst mér voða gott að vera komin snemma upp í rúm…

Ég ætlaði að tjá mig eitthvað um þessi mótmæli…en ég nenni því ekki núna…do it next time..

Over and Out

aus

Færslan var rituð 21. janúar 2009 kl. 22.00 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

3 ummæli við „halló halló….“

  1. Soffía:

    frábært að heyra að allt gengur betur, við mæðgurnar þurfum að kíkja á þig í fínu íbúðinni við fyrsta tækifæri ;)

  2. Nafnlaust:

    .kjbkjkj

  3. Katie22:

    Normally, some teachers are willing to check the term paper format writing skills of their students, nevertheless not all good students are able to write correctly because of lack of time or other things. Hence, a essay writing service can aid to create the academic essay in a short period of time.