Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

23. desember 2008 kl. 11.12

Einn rosalegasti…

Fært undir Óflokkað

mánuður sem ég hef átt er að klárast….ég er gjörsamlega búin að standa á haus í planneringum og veseni að það er bara ótrúlegt að ég skuli halda ennþá öllu hárinu…

En það sem er að gerast núna er að ég er að flytja suður í Seljahverfi í Breiðholti nánar tiltekið Grófarsel 30 þar sem við Gautur fengum flennistórt einbýlishús með garði og 5 herbergjum!!! Ég veit….við höfum EKKERT að gera með svona stórt hús en það sem gerði úrslitavalið var að það munar ansi litlu á þessu húsi og íbúð sem er 3 herbergja þar sem við meigum vera með hundana. Þetta er mjög ódýrt miðað við stærð og umfang. Þannig að við skelltum okkur á þetta og inni í þessu ódýra verði er hiti, rafmagn og net. Eitt herbergið er líklegast jafnstórt og stofan og eldhúsið mitt hérna á Hvanneyri saman :þ

Við fáum það rétt fyrir áramót og flytjum líklegast allt draslið inn næstu helgi. Nóg pláss fyrir gesti! ;)

Ég er komin með fína vinnu á bílaleigu sem gengur víst þrusuvel í kreppunni. Túristarnir flykkjast til landsins sem aldrei fyrr og það er að verða brjálað að gera. Launin eru fín og endalaust hægt að bæta við sig vinnu sem eykur auðvitað mánaðarkaupið mitt. Þar verð ég ég í uppgjöri, bókhaldsvinnu, samningagerð og allskonar snatti með. Mórallinn þarna er víst mjög góður og yfirmaður minn að sögn starfsmanna rosa fínn.

Hlynur er kominn inn í Ölduselsskóla sem er nú bara við hliðina á húsinu okkar. Hann er kannski hálfa mín að labba í skólann. Plús þá vinnur mamma hans Gauts í skólanum ;)

Eina sem er eftir hjá mér er að losa við íbúðina sem ég er í núna. Ég var búin að athuga hvort það væri eitthvað mál fyrir mig að fara með stuttum fyrirvara (eins og svo margir aðrir hérna) og það var ekkert mál ef annar leigjandi finnst strax. Þá voru 2 á biðlista og ég varð að gefa svar um hvort ég færi í jan eða feb. Þannig að ég fór bara strax í það að klára þetta með húsið vitandi að ég losnaði við íbúðina strax og ekkert vesen.

Svo þegar það er komið í gegn þá allt í einu fæ ég það svar að enginn leigjandi er fundinn og ég verð að borga leiguna þar til annars finnst…… :/ Þá er málið þannig að það eru/voru 2 á biðlista en það hefur ekki náðst í þá eða þeir ekki gefið svar ennþá. Var svo að fá þær fréttir að nokkrir eru búinir að hringja en enginn ennþá viljað gefa svar….ennþá á eftir að ná í nokkra með svar….

Þannig að ég krossa alla putta og tær um að ég losni við íbúðina því annars þarf ég að borga fulla leigu hérna jafnvel í 6 mánuði ef enginn leigjandi finnst…… :O

Ekki gott…..

En so far er ALLT að ganga upp og ég bara trúi því ekki hvað ég er búin að vera heppin…..

Ekki skemmir það að eiga góða að sem eru til í að hjálpa manni með allt. Held bara að fjölskyldan mín plús þessi nýja sem ég var að eignast sé besta sem finnst. :)

Gleðileg jól elskurnar

Auður, Gautur og Hlynur Björn

p.s….ekki má gleyma skólanum…ég fékk 10 í einkunn fyrir lokaskýrsluna mína í vettvangsnáminu (Götusmiðjan) og í lokaeinkunn 9,5!!!!! og Aðferðarprófið sem ég var svo viss um að falla í ..náði ég með 5,5 haha..alveg sama svo lengi sem ég náði!!! ekki mín sterkasta hlið……Er allavega alsæl með þetta og sérstaklega skýrsluna mína þar sem ég fékk frábæra umsögn og greinilega góða umsögn frá starfsmönnum í Götusmiðjunni!

Færslan var rituð 23. desember 2008 kl. 11.12 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

4 ummæli við „Einn rosalegasti…“

 1. Berglind:

  Æðislegt að heyra hvað allt gengur vel hjá þér elsku Auður, ef það á það einhver skilið þá ert það þú :)
  Ég er líka rosalega ánægð að fá þig í bæinn, þá get ég kíkt oftar í heimsókn til þín og þú til mín :)

  Hafðu það sem allra best og vonandi reddast þetta með íbúðina þína á Hvanneyri, ég trúi ekki öðru en til vonar og vara þá skal ég krossa alla putta og tær fyrir þig.

  Knús og kossar
  Berglind

 2. pa:

  Gleðilega hátíð og takk fyrir æðislega gjöf - “faldt i rørelse”! :)
  Fékk m.a. líka mynd frá SHH og fam. rosalega fín!

  Þú sagðir, að öllum samningum væri rift ef til nauðungaruppboðs kæmi… varð þá ekkert af því eða er ekki komið að því?

  Lít pottþétt við í næstu fundarferð suður!

  Kveðja,
  pa

 3. auspaus:

  Það er nú eitthvað á gráu svæði hvernig þessir samningar fara ef nauðungaruppboð verður…..samkvæmt leigjendalögunum….
  En það var víst eitthvað,,pappírsvesen'’ sem varð til þess að þetta gekk svona langt síðast…gleymdist að skila einhverju inn til Sýslumanns…einmitt…
  Trúi því svona rétt mátulega.. Þannig að uppboðið var afturkallað þá.
  En Gleðilega jól og takk kærlega líka fyrir okkur ;)

 4. Mamma:

  Það er greinilegt að þinn tími er kominn Ausa mín. Þetta er allt alveg frábært og ég kem örugglega með að nýta mér gistingu hjá þér.ma