Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

4. desember 2008 kl. 16.55

allskonar pælingar

Fært undir Óflokkað

Brjálað að gera þessa dagana…..

Próf á mánudaginn sem ég er Voðalega lítið spennt fyrir….er að reyna að komast í gegnum þetta en ef svo fer að ég næ því ekki þá get ég tekið það upp í lok Janúar. En ég ætla nú að reyna að massa þetta allt saman á réttum tíma.

Er komin með leiðbeinanda fyrir Ba-verkefnið mitt og ritgerðarefni. Allt að gerast.

Svo eru það stóru plannerí-ingarnar en þær hafa verið nokkrar og miserfiðar í framkvæmd. En eins og staðan er í dag þá lítur ekki út fyrir að við séum að fara af landi brott…en ég gæti hugsanlega verið að skipta um vinnu fljótlega á nýju ári.

Málið er nefnilega að ég gæti misst húsnæðið mitt á næstunni…segi Gæti þar sem það var nú bara á mánudagsmorgun sem húsin í Sóltúninu áttu að fara á uppboð. Þá er ég ekki að tala um þetta venjulega sem er auglýst reglulega í blöðum og svoleiðis. Nei sýslumaður var bókstaflega á leiðinni upp á Hvanneyri til að fara að ganga frá þessu. Ég talaði við hann í síma um morguninn og hann sagði að þessu hafði verið bjargað á síðustu stundu. Þetta ástand er búið að vera auglýst síðan í lok Okt. og guð má vita hvort þetta fari aftur af stað í næsta mánuði. Ég sem leigjandi ef engan rétt og Sýslumaður sagði að við fengum líklegast að vera fram yfir jól ef þetta hefði gengið í gegn þarna um morguninn.

Þannig að ……á maður að sitja þarna á Hvanneyri og fá svo bréf heim til sín sem segir að ég hafi X tíma til að rýma húsið? Eða græja flutning og nýja vinnu? Ég gæti fengið nokkra daga eða 1-2 mánuði. til að flytja. Hef ekki hugmynd. Það er ekkert húsnæði á Hvanneyri sem ég get fengið og ég þyrfti því að fara í Borgarnes sem þýðir að Hlynur þarf að fara aftur þangað. Skólinn þar er ekki ákjósanlegur að mínu mati svo það er alveg eins gott að fara bara.

Annars kemur það allt saman í ljós. Ný vinna kallar á flutninga og það kallar á að ég þurfi að færa Hlynsa til í skóla…en það er allt saman til hins betra að ég held. Auðvitað væri best að halda honum á einu stað…en stundum atvikast hlutirnir bara þannig að maður þarf að rífa allt liðið upp og byrja á nýjum stað. Hver segir að það sé eitthvað slæmt. Maður þarf bara að spila rétt og vel úr hlutunum og þá blessast þetta allt. Hann verður þó allavega innanlands :)

En meira seinna ætla að reyna að fara að lesa undir próf…síðasta prófið mitt í Kennó!!!

aus

Færslan var rituð 4. desember 2008 kl. 16.55 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „allskonar pælingar“

  1. pa:

    Hélt að 6 mánaða uppsögn á leiguhúsnæði væri í lögum. Gott hjá þér að færa “yfirtrúðinn” í viðhlítandi búning, verð að segja það… :-)

    pa

  2. auspaus:

    Þegar nauðungaruppboð verður þá er Öllum samningum rift. Hægt er að fara með þetta til umboðsmanns alþingis og kæra þetta…en það getur orðið mikið mál….