Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

31. október 2008 kl. 10.23

Brjálað að gera

Fært undir Óflokkað

Sit hérna í pásu í skólanum…er í mínu uppáhaldstíma Aðferðafræði. Ég held án gríns að þetta námskeið slái út siðfræðina á sínum tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan ég var í Sálfræðinni að ég hef ekki guðmund um hvort ég nái þessu.Ef ég slefa með fimmuna þá verð afskaplega sátt. Ég vil bara koma þessu frá því ef ég næ þessu ekki þá þarf ég að fara að taka þetta up í janúar og sjtt ef ég meika það ekki þá er útskrift mín í hættu. Veit samt ekki hvað er gert í svona útskirftar tilfellum þar sem svona námskeið er að stoppa svona seint á námsferlinum. Maður veit aldrei…

Annars er bara allt dásamlegt að frétta. Líður betur núna er mér hefur liðið í LANGAN tíma. Gautur minn á stóran þátt í því öllu saman. Erum að fara til Ísafjarðar á eftir og verður vonandi fram á þriðjudag. Gætum þurft að fara fyrr ef vinnan hans kallar á hann suður. Það er svona að vera úber duglegur í vinnu. Þá sleppir maður engu og vinnur eins og skepna. Gleymir að borða og sofa. Jahérna. Ég gleymi kannski að borða en sofa…sjitt nei.

Sem sagt allir kátir og glaðir á þessu heimili. Slaufa er öll að koma til eftir að hafa orðið undir bílnum mínum. Hún er farin að leika sér og sýna sína réttu takta. Það eru tvær vikur tæplega sem þetta gerðist og guð minn góður hvað hún er búin að vera skugginn af sjálfri sér. Hrædd við allt, skelfur bara og vildi lengi vel ekki borða neitt af ráði. En núna er hún öll að koma til, fékk að koma með í smá göngutúr út í skjólbelti um daginn og hresstist heilmikið við það. En hún stígur ekki mikið í aðra framlöppina en samkvæmt Dýra er það eðlilegt þar sem einhver klemma gæti hafa orðið þegar dekkið fór yfir hana. En hún borðar vel og drekkur. Þannig að þetta er allt saman að koma.

Ég gerði eitt alveg fáránlegt um daginn. Ég hef bara aldrei hvorki fyrr né síðar gert annað eins með hundana mína. Enda var ég í sjokki eftir þetta. Málið var að um daginn þá setti í kvinkindin öll út um miðnætti þar sem ég var að fara að græja mig fyrir svefninn. Svo voru þau úti og ég var bara að ganga frá þvotti inni á baði og bursta tennurnar. Svo bara trítlaði ég inn í rúm og fór bara að sofa. Svo um hálf 5 -5 þá vakna ég við þessi voðalegu gelt í Brúnó. Var lengi að vakna og fatta hvað í andskotanum væri um að vera þar sem hundurinn var klárlega ekki inni…Svo hrekk ég upp og fatta að ég hafði gleymt þeim úti í næstum 5 KLUKKUTÍMA!!! Um hánótt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég stekk af stað og hleypi þeim inn….þuklaði á þeim til að athuga hvort þau væru köld og skoðaði þau í bak og fyrir. En þau voru agalega glöð og hress. Meira að segja litla dýrið. Brúnó hefur líklegast verið að gelta á köttinn í næsta húsi. Ætla að vona að hann hafi ekki verið lengi að því… :/

En sjitt hvað ég skammaðist mín……Fyrst reyni ég að drepa Slaufu með því að keyra yfir hana… (óviljandi reyndar) og svo reyni ég að frysta dýrin á línuna í garðinum!!! Sem betur fer var ekkert hörkufrost og alveg logn…en sjitt…spurning hvað verður um Hlyn í öllu þessu bulli :þ

en later

aus

Færslan var rituð 31. október 2008 kl. 10.23 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Brjálað að gera“

  1. Mamma:

    Ertu enn í pásu????