Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

20. október 2008 kl. 13.47

Legnám…er það langt nám…?

Fært undir Óflokkað

Sælar

Sit hérna í vinnunni og er hreinlega að mygla sem aldrei fyrr. Þrái að komast heim til mín og gera eitthvað af viti. Stend reyndar ennþá á blístri eftir frábæra mat í gær sem var eldað svona snilldarlega fyrir mig. Já fyrir þar sem ég er ekki beint kokkur ársins og skammast mín ekkert fyrir það……

Ætlaði svo aldrei að drattast á lappir í morgun…sjitturinn hvað ég var þreytt. Haukurinn tók nú á móti mér hérna í vinnunni og eftir smá spjall við hann var ég ennþá meira að sofna :þ Hann er yndi þessi drengur.

Náði að læra aðeins í Aðferðafræðinni en vá hvað ég er ekki að ná einhvern veginn tókum á þessu dæmi..Þetta er svo eitthvað útum allt og upp og niður og þá kennslan líka. Ég verð bara að bíta á jaxlinn og spóla aðeins. Verð afskaplega sátt ef ég næ þessu.

Er búin að ákveða það 100% að ég verð bara á Hvanneyri í vetur….Ætlaði auðvitað að fara til DK en eins og staðan er í dag þá er sökkí pökker skítur að vera námsmaður núna á námslánum. Þannig að ég varð að skoða þetta og verð það líklegast eitthvað áfram…kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir áramót hvað verður 100% …en eins og ég sagði þá er ég samt búin að ákveða að fara af Eyrinni og flytja eitthvað annað. Er alveg búin að fá ógeð af því að vera hérna og ég er ekkert það upprifin yfir vinnunni minni að ég geti ekki sleppt henni!

Auk þess fór ég að spá….ég verð eiginlega að taka mér smá námspásu…annars keyri ég mig alveg í kaf. Er búin að vera í nánast fullu háskólanámi með 100% vinnu allan tíma, barn og hunda. Mér finnst ég alveg eiga það skilið að hvíla mig aðeins á náminu eftir þetta. En eins og ég segi þá kemur þetta allt í ljós og þó það væri massa ævintýri að flytja út og upplifa það þá verður maður stundum að skoða málið frá öllum hliðum eftir því hvernig ástandið er….Eina sem ég veit er að ég mun flytja héðan. Fresta bara DK þar til betur stendur á….

Annars er bara allt fínt að frétta. Er búin að eyða helginni heima í kósýheitum ásamt því að vera að vinna. Er alveg að springa úr hamingju og gleði þessa dagana. Bíð spennt eftir Ísafjarðarferðinni…svo er verið að skoða Hríseyjarferð og sumarbústað. Allt að gerast og mikil gleði. :)

aus..í skýjunum!

Færslan var rituð 20. október 2008 kl. 13.47 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

5 ummæli við „Legnám…er það langt nám…?“

 1. Soffía:

  Yndið mitt… æðislegt að heyra hvað þú ert að njóta lífsins og að upplifa mikla hamingju. Hlakka mikið til að hitta prinsinn þinn ;o)

  kossar og knús
  Þín
  Soffía

 2. Jóhanna:

  Æi hvað það er gott að þú sért svona hamingjusöm gæskan, átt það svo sannarlega skilið.
  Knús til þín og þinna:)

 3. Helgi:

  Veit um fólk sem er að flytja út einmitt vegna hlutanna hér á landi!!
  Þú með þessa reynslu fengir a.m.k. 80% hærri laun t.d. í Danmörku og Noregi - áræðnin þín er svo bara plús :)

  Kv,
  Pa

  Ps. Þetta var fyrir ruglið… hvað þá núna eftir verðbólgan og gengi krónunnar fór í sitt hvora áttina!

 4. auspaus:

  það er fólk sem er að fara að vinna…ég er að fara í nám og það þýðir að þegar ég fæ námslánin mín þá er búið að klípa 1/3 af þeim vegna gengi krónunnar.
  Auk þess hef ég enga reynslu….áræðin og sjálfbjargarhvötin er auðvitað eitthvað sem vantar ekki !! haha

 5. Mamma:

  Takk fyrir heimsóknina um daginn, gaman að fá að hitta Gaut. Ég er alveg sammála þér í því að fresta Dk. ferðinni, það er ekkert vit í að fara á meðan ástandið er eins og það er. Það er ekkert betra þar. Þú átt eftir að rúlla Aðferðafræðinni upp, eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur, ekki spurning. Ef þú veist um einhvern sem langar í kettling láttu mig þá vita.Ma