Skotin
Hóhó
Allt að gerast þessa dagana….er víst komin í massa saumaklúbb sem verður til að byrja með heima hjá mér 29 okt..Verðum líklegast 5-6 stk sem mætum í það. Bara gaman af því.
Er búin að fá helling af dagvöktum í vinnunni sem munar þvílíkt fyrir mig og fékk að ráða hvort ég myndi vinna jól eða áramót. Tók áramótin enda geri ég voðalega lítið yfir þann tíma. Er orðin svo gömul..:)
Fór suður um daginn og var þar í nokkra daga….hef ekki verið svona lengi í Reykjavík síðan ég veit ekki hvenær…en það er svona þegar maður er skotin þá er allt svo yndislegt. Já ég er skotin og það mikið….ætla nú ekkert að fara að útlista því neitt nánar nema sá sem ég er skotin í er alveg frábær og vel þess virði að halda í……
Annars er að byrja góð törn í vinnunni og verð ég þar meira og minna út október. Verð að vinna tvær næstu helgar því í lok okt þá er stefnan tekin á Ísafjörð. Hef nú aldrei komið þangað að ég held….
En núna er Aðferðarfræðin að kalla á mig svo best að hella sér í hana……get nú ekki farið að falla í í því helvíti…fékk einmitt hálfgerða martröð um daginn þar sem ég hafði fallið….og það fokkaði upp útskrift minni…var smá tíma að átta mig þegar ég vaknaði…
en allavega…later
aus
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.
Hæ sæta. Hlakka geðveikt til saumó á næsta miðvikudag (eða var það ekki örugglega úr? Þetta voru orðnar ansi margar tímasetningar;)) Mæti með heilsusamlegt gúmmó
Tútílús
Olla
Saumaklúbb!!! já bara gott mál en Olla mín þú átt líka að mæta með handavinnu, ekki bara gúmmulaði. Gangi ykkur vel stelpur mínar, gaman verður að heyra allt slúðrið eftir klúbbinn.
Gott að þú ert skotin…það er svo gaman að vera skotin í einhverjum
Verð að fara að gera mér ferð til þín upp á Hvanneyri, ég þarf greinilega að eiga við þig gott stelpuslúðurspjall
Gangi þér vel í vinnunni, skólanum og bara í öllu
Kveðja
Berglind
hwt jú það er saumó 23.okt…breytist aðeins….hlakka til að sjá þig Olla mína…Berglind þú verður að fara að koma