Lifandi!
Heil og sæl elskurnar mínar!
Héðan er allt svo sem gott að frétta. Lífið snýst um að vinna, sofa, borða og reyna að vinna sig upp úr Aðferðarfræðiskít….nýji kennarinn er með allt á milljón og ætlar sko að taka námsefnið með trompi…mér til mikillar gleði.
Fór í fimmtugsafmæli um helgina hjá Binna hennar Lydíu og sjitt hvað það var gaman. Það var trúbador og frítt áfengi í boði. Ég skemmti mér alveg konunglega og vaknaði svo upp í Kópavogi í agalega sætum félagsskap…..sem er ennþá
Vinnan gengur fínt….fæ reyndar stundum svona tilfinningu að ég sé yngri en hinir hérna…en ekki af ábúendunum…if u get my drift.
Ég æltaði að segja einhverjar voðalega fréttir…en guð einn veit hvað það var. Best ég geri þetta blessaða klukk dæmi sem Dúdda sendi á mig…
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Sundlaugin Varmalandi
Baulan
Leikskólinn Hraunborg
Svæðisskrifstofa Vesturlands (núverandi)
Fjórar bíomyndir sem ég held upp á:
The Sixth Sense
Kine spiser De hunde
The Notebook
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Akureyri
Borgarnes
Reykjavík
Hvanneyri
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
ER
Gossip girl
Anna Pihl
Kitchen Nightmares
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
Árhus, Danmörk
Olso- Norge
London- UK
Vestmannaeyjar!
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
Visir.is
Mbl.is
Facebook
Rottweiler.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Mömmumatur
Mexikó matur
Coke light
Kjúklingur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Allar Jean M.Auel bækurnar
Allar Ísfólkið
Einar Áskell…man ekki hvað heitir
Jack The Ripper- Case closed
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Berglind Kr.
Jói Waage
Olla
Litli bróðir –Heiðar
gotta go…verð að redda plástri fyrir Ölver vin minn!
later
aus
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.