Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

6. september 2008 kl. 17.26

Dagur í lífi hunds og kattar…

Fært undir Óflokkað

Hundardagbók
  8:00 am -Hundamatur! Uppáhaldið mitt!!
  9:30 am - Bílferð! Uppáhaldið mitt!!
  9:40 am - Gönguferð! Uppáhaldið mitt!!
10:30 am - Klapp og kjass! Uppáhaldið mitt!!
12:00 PM - Hádegismatur! Uppáhaldið mitt!!
  1:00 PM - Leika í garðinum! Uppáhaldið mitt!!
  3:00 PM - Dilla skottinu! Uppáhaldið mitt!!
  5:00 PM - Bein! Uppáhaldið mitt!!
  6:00 PM - Ohhh, Bað….bömmer!
  7:00 PM - Leika með bolta! Uppáhaldið mitt
  8:00 PM - Vá horfa á sjónvarp með fólkinu mínu! Uppáhaldið mitt!!
11:00 PM - Sofa í rúminu! Uppáhaldið mitt!!

Kattardagbók

Dagur 983 af  gíslingu minni.
Gæslumenn mínir halda áfram að veifa framan í mig skrítnum hlutum í bandi.

Þeir borða dýrindis kjöt meðan aðrir fangar og ég fáum einhvers konar harða og þurra bita.  Þó ég iðulega gef í skyn vandlætingu mina á slíku á hverjum degi, verð ég að borða eitthvað til að halda uppi styrk mínum.
Það eina sem heldur mér gangandi er draumur minn um að sleppa úr prísund minni. Í von um að valda þeim viðbjóði,  æli ég enn og aftur á teppið þeirra.

Í dag afhöfðaði ég mús og setti hauslausan búk hennar við fætur þeirra. Ég hafði vonast til að þetta myndi valda þeim ótta, þar sem þetta sýnir glögglega hvað ég er fær um að gera. Hinsvegar þau létu þau út úr sér niðrandi athugasemdir um hvað ég væri ‘’duglegur veiðiköttur’’. Hálfvitar.
Það var einhvers konar samsæri um eitthverja aðgerð milli þeirra í kvöld. Ég var settur í einangrun meðan þau voru að framkvæma þessa aðgerð. Hinsvegar heyrði ég hávaða og fann lykt af mat. Ég heyrði líka útundan mér að einangrun mín væri vegna ,,ofnæmis’’ . Ég verð að verða mér út um þekkingu á þessu ,,ofnæmi’’ og hvernig ég get nýtt mér það í minn hag.
Í dag tókst mér næstum að taka af lífi einn af kvölurum mínum með því að læðast milli fóta hans meðan hann var að labba. Ég verð að prufa þetta aftur á morgun, þá efst í stiganum.
Ég er þess fullviss að aðrir fangar hér eru snuðraðar og lygarar. Hundurinn fær sérstaka meðferð. Hann fær reglulega að fara út og virðist vera ánægður að koma til baka. Hann er greinilega þroskaheftur.
Fuglinn hlýtur að vera njósnari. Ég hef verið að fylgjast reglulega með samskiptum hans við gæslumenn mína. Ég er alveg viss um að hann gefur skýrslu um allar mínar ferðir. Varðmenn mínir skaffa honum vernd og lokaðan stað svo hann er óhlutur, eins og er….

Færslan var rituð 6. september 2008 kl. 17.26 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

4 ummæli við „Dagur í lífi hunds og kattar…“

 1. Hildur:

  Hahahahahahahahahaha

 2. Dúdda:

  Klukk!!!
  Kíktu á bloggið mitt!

 3. Berglind:

  Hvað segirðu skvís, á ekkert að fara að blogga meira ;)
  Kíki alltaf reglulega hingað inn til þín til að athuga með þig.

  Kveðja
  Berglind

 4. Seremirty-tool:

  lart mikid