Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

5. september 2008 kl. 8.49

Má ég kynna fyrir ykkar…

Fært undir Óflokkað

…..nýjasta fjölskyldumeðliminn okkar :) Hún heitir Slaufa og er 1 árs. Hún er á stærð við stóran kött og er bara dásamleg. Hin kvikindin taka henni rosalega vel og hún er strax búin að taka einhvers konar öryggis ástfóstri við mig. Hef aldrei séð eins tryllt viðbrögð þegar ég kem heim. Hún bókstaflega reynir að klifra upp um mig.:D

Hún er rökuð eins og er en getur orðið vel loðin ef hárin eru látin vaxa.

ekki sæt !?! ;)

Hérna sjáið þið stærðarmuninn. Dimma er nú ekki beint stór þannig séð. Svo étur þetta á við mús. Ótrúlega skemmtilegt kvikindi!:)

En annars er allt við það sama bara. Er byrjuð á lokaárinu mínu í skólanum. Fórum í tíma um daginn þar sem rætt var um lokaverkefnið. Maður er að fara að byrja að velja sér efni og finna leiðbeinanda sem fer yfir ritgerðina. Ég er nokkurn veginn viss um hvað ég skrifa um og því komin með leiðbeinanda í huganum. Þarf bara að hafa samband við hann. Hann hefur kennt mér áður og er nokkuð fínn gaur.

Var alveg að fara að gefast upp á þessari heilsurækt minni um daginn. Ekki vegna þess að ég nennti ekki….heldur vegna þess að það var EKKERT að gerast á vigtinni, í cm eða í útliti….svo fór ég að hugsa…hey ég drekk ALLTOF mikið kók og ég borða ekki nógu oft. SLeppi því oft að borða því ég nenni því ekki. Svo núna er bara tekið fastar á því og aðeins kók á laugardögum eins og nammið. Held því áfram að hamast í ræktinni. 3 mánuðir kominir og ég tími ekki að hætta núna!!!

lAtEr

aus

Færslan var rituð 5. september 2008 kl. 8.49 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Má ég kynna fyrir ykkar…“

  1. Berglind:

    Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, hún er algjört æði.

    Þú ferð nú ekki að hætta núna í ræktinni, það er stórmunur á þér og lítur glæsilega út. Þetta kemur svo allt saman hjá þér eins og ég hef sagt áður þá gerast góðir hlutir hægt :)

    Leiðinlegt að komast ekki í afmælið til þín um daginn, mig langaði svo að koma en því miður þá kom annað upp á. Ég kem bara næst eða þú til mín :)

    Kveðja
    Berglind

  2. auspaus:

    Takk takk….já ég ákvað bara að taka þetta föstum tökum í stað þess að hætta. Ætla að verða mér út um fleiri brennslutöflum og hætta í kókinu…þá HLÝTUR eitthvað dramatískt að fara að gerast!! Annars er eitthvað stórlega AÐ!!!