Mitt pláss

Slettum skyri í allar áttir!!

2. júlí 2008 kl. 14.17

Fölskutannburstunarsérfræðingurinn

Fært undir Óflokkað

já…við skulum ekkert tala meira um það tilfelli…þið lesið bara í þetta sjálf..og nei ég er ekki komin með falskar, ekki enn allavega.

Er loksins búin að versla mér nýjan hliðarspegil og nýjar rúðuþurrkuarm á bílinn. Þá er bara eftir að panta nýja framrúðu og gera einhverjar gloríur með bremsurnar að framan. Það er farið að fara ansi mikið stál í stál heyrist mér. Verður líklegast ekki fyrr en eftir helgi sem hægt verður að fara í það dæmi. Allt kostar þetta massa peninga. :S

Ætla að fara á Landsmótið á föstudaginn, það er spá glimrandi blíðu alla helgina og ég get bara ekki beðið að liggja í brekkunni og horfa á fallega hesta. Dorma svo með þulinn í eyrunum. Bara himneskt. Verð að taka með mér teppi til að liggja á og undir svo maður geti tjillað.

Ræktin gengur eins og smurt apparat. Hef misst tvo virka daga úr í þennan tæpa mánuð sem ég hef verið í þessu. Það er nokkuð gott bara. Fór í gær í 30 mín massa brennslu og hélt bókstaflega að það hafi ekki verið þurr blettur á mér eftir það. Það meira að segja lak af handleggjunum á mér eftir þetta. En helv.var það gott að taka smá á! Gellan á sko eftir að vera fín eftir nokkra mánuði;) allt reddí fyrir brúðkaup stóra bróður;)

en núna er það ræktin sem er næst á dagskrá og svo kvöldvakt á sambýlinu.

later

aus

Færslan var rituð 2. júlí 2008 kl. 14.17 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.